spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKR hélt í við toppliðin með sigri í Síkinu

KR hélt í við toppliðin með sigri í Síkinu

Tindastóll tók á móti KR stúlkum í Bónus deild kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Leikurinn fór jafnt af stað og mikil barátta beggja megin. Stólum gekk illa að hemja Molly í fyrsta fjórðung og voru að hitta illa í upphafi en tveir þristar frá Mörtu komu þeim í 13-8 um miðjan fyrsta fjórðung. Molly og Rebekka sáu hinsvegar til þess að KR kom til baka og leiddu eftir fyrsta fjórðung 16-20. Rebekka og Molly höfðu skorað 18 af þessum 20 stigum KR og ljóst að Stólar þyrftu að herða vörnina gegn þeim. Stólar skoruðu fyrstu 5 stig annars fjórðungs og komust yfir en KR stúlkur voru fljótar að svara og leiddu 21-26 um miðjan leikhlutann. Áfram héldu sveiflurnar og liðin skiptust á forystunni en Marta sá til þess að jafnt var í leikhléinu 33-33.

Gestirnir komu sterkar inn í seinni hálfleik og um miðjan þriðja fjórðung voru þær komnar í 10 stiga forystu með sterkum varnarleik og skynsemi í sókn. Þá komu þrír þristar í röð frá Stólum og allt aftur í járnum. Marta lokaði leikhlutanum með góðri körfu og Stólar leiddu með einu stigi fyrir lokaátökin. Maddie kom Stólum yfir um miðjan leikhlutann en Rebekka svaraði með 5 stigum í röð. Síðan skiptust liðin á vítum og allt jafnt 66-66 þegar 3 mínútur voru eftir. Rebekka kom KR yfir og Marta tapaði tveimur boltum á lokamínútunni og KR sigldi sigrinum heim á vítalínunni. Svekkjandi tap í Síkinu en KR heldur áfram að keyra á deildina.

Hjá heimastúlkum var Marta stigahæst með 32 stig en þessir tveir töpuðu boltar á lokamínútunni voru dýrir. Maddie skilaði tröllatvennu að venju, var með 21 stig og 12 fráköst. Hjá gestunum voru Molly, Rebekka og Eve að bera uppi stigaskorið með 62 af 74 stigum liðsins og Rebekka var að spila aggressíva vörn allan leikinn eins og reyndar allt KR liðið. Ljóst að Daníel er að gera góða hluti í Vesturbænum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -