KR mætti úr veðurofsanum í Hólminn en þar var rjómablíða að vanda. Snæfellsstúlkur tóku þar á móti þeim og voru fyrir leikinn í 5. sætinu með 16 stig en KR í 4. með 18 stig.
KR byrjaði yfir 0-6 og Snæfell strögglaði í sóknum sínum svo að Ingi Þór splæsti í leikhlé í stöðunni 2-6. Það virtist gefa Snæfelli spark og Helga Hjördís setti strax þrjú stig og meira líf færðist í leikinn og Snæfell stigi á eftir 7-8. Erica Prosser setti einn sjóðheitann þrist og staðan 7-13 fyrir KR og þær höfðu skrefin framar Snæfelli fram undir lok hlutans þegar staðan var 14-17 en Alda Leif setti þá einn á flautunni og jafnaði 17-17 en Alda var einkar drjúg Snæfellsmegin.
Snæfell komst strax í 24-17 með mikilli baráttu og þáðu fráköstin með þökkkum eftir að sóknir KR runnu út í sandinn hvað eftir annað. Vörn KR var ósannfærandi og hæg þegar Snæfell komst í 27-19 og hreyfðu boltann vel í sókninni. Anna María Ævarsdóttir kom einum þrust í netið strax eftir leikhlé KR en Hildur Sig svaraði strax á móti og staðan 30-22 fyrir Snæfell undir miðjann annann leikhluta. Með þrist frá Sigrúnu Sjöfn og stolnum bolta í næstu sókn með auðveldu sniðskoti frá Erica Prosser fikraði KR sig aðeins nær 33-27. Snæfell hélt þó forystunni í hálfleik 38-31.
Í hálfleik í liði Snæfells var Alda Leif komin með 11 stig og Hildur Sigurðardóttir 8 stig og 7 stoðsendingar. Þeim næst var Kieraah Marlow með 6 stig og 8 fráköst. Hjá KR var Bryndís Guðmundsdóttir þeirra hressust með 10 stig og Erica Prosser henni næst með 9 stig.
Snæfell komst í 40-31 í upphafi þriðja hluta en KR saxaði á það fljótt 40-36 þar sem Sigrún Sjöfn setti þrjú. Þrátt fyrir að Snæfell héldi forkotinu yfir þriðja hluta jafnaði KR 45-45 og komust svo yfir 45-46 með vítaskotum Hafrúnar Hálfdánardóttur en sóknir Snæfells voru líkt og hjá KR í fyrri hálfleik skotin duttu ekki í netið. Anna María setti þrist á síðustu sekúndu þriðja hluta sem gaf KR forystu 48-49 og leikurinn jafn og spennandi.
Anna María var sjóðheit utan þriggja stiga línunnar og setti sinn þriðja af þremur fyrir 50-52 KR í vil. Liðin skiptust á að skora og um miðjann fjórða hluta var staðan 53-56 fyrir KR og allt í járnum. Helga Hjörís átti flottann þrist til að jafna fyrir Snæfell 58-58 þegar um 3 mínútur voru eftir og átti hún fínann kafla og eftir mikið þref og vesen í sóknum Snæfells jafnaði hún aftur með þrist 63-63 og staðan var 65-65 þegar 30 sekúndur voru eftir.
Sigrún Sjöfn setti þá tvö víti í 65-68 og 20 sek. Staðan var 66-68 þegar 5.6 sekúndur voru eftir og Margrét Kara klikkaði á sniðskoti og braut á Kieraah Marlow og Snæfell fékk innkast á miðjum sínum vallarhelmingi en eftir tvo sénsa frá Hildi og Hildi í Snæfelli á að fá boltann niður í netið þá skoppaði boltinn af og tíminn rann út með 66-68 fyrir KR á töflunni sem tóku sigurinn með sér heim í þessari umferð og Snæfell grátlega nærri að tryggja sér framlengingu en mikið stuð þegar þessi lið mætast.
Snæfell:
Kieraah Marlow 16/11 frák. Hildur Sigurðardóttir 12/6 frák/11 stoðs. Alda Leif 12/4frák. Helga Hjördís 10/5 frák. Hildur Björg 9/8 frák. Sara Mjöll 4. Ellen Alfa 3. Björg Einarsdóttir 0. Berglind Gunnarsdóttir 0. Aníta Rún 0. Rósa Indriðadóttir 0.
KR:
Bryndís Guðmundsdóttir 22/5 frák. Erica Prosser 16/8 frák/8 stoðs. Sigrún Sjöfn 11/6 frák. Anna María Ævarsdóttir 9. Margrét Kara 4/11 frák/ 7 stoðs. Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 frák. Helga Einarsdóttir 2/4frák. Hrafnhildur Sif 0. Sólrún Sæmundsdóttir 0. Ragnhildur Kristinsdóttir 0. Rannveig Ólafsdóttir 0. Helga Hrund 0.
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín