Grindavík tók á móti KR í 8 liða úrslitum Powerade bikars kvenna í Röstinni í kvöld.
Grindavíkurstúlkur mættu ekki til leiks fyrr en í lok þriðja leikhluta og hélst það ekki lengi. Þá tóku þær annan sprett þegar um fjórar mínútur voru eftir og minnkuðu muninn í fimm stig. KR voru því nokkuð öruggar með sigur í þessum leik. Sigurinn var aldrei í hættu en Yngvi tók leikhlé þegar tvær mínútur voru eftir. Þá unnu KR stelpur leikinn 61-73.
Það er ekki mikið um þennan leik að segja en KR-ingurinn Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir fór útaf meidd þegar 13 mínútur voru búnar af leiknum. Hún kom ekki meira við sögu í þessum leik.
KR var yfir allan tíman og var staðan 13-17 eftir fyrsta leikhluta. KR skoruðu fyrstu stig leiksins. Munurinn ókst í öðrum leikhluta og voru hálfleikstölur 26-39. Eftir þriðja leikhluta var munurinn enn 13 stig 42-55. Þrátt fyrir gott áhlaup Grindvíkinga þá endaði leikurinn á þann hátt að KR vann með 12 stiga mun, 61-73.
Jonni spilaði leikinn á 7 leikmönnum. Stigahæst var Bianca Lutley með 14 stig og 8 fráköst. Jeanna Sicat var með 13 stig, Ingibjörg Jakobsdóttir með 12 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. María Ben var með 10 stig og 9 fráköst og Helga Rut Hallgrímsdóttir var með 9 stig og 7 fráköst.
Hjá KR var það Ebone sem var stigahæst með 28 stig og 8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir og Sigrún Ámundardóttir voru með 10 stigin hvor.
KR-ingar eru því fyrsta liðið í Poweradebikarkeppni kvenna sem tryggir sér farseðilinn inn í undanúrslit keppninnar.
Umfjöllun/ JÓÓ
Mynd úr safni/ Bergþóra Tómasdóttir gerði 10 stig í liði KR í kvöld.



