spot_img
HomeFréttirKR deildarmeistarar - Haukar hólpnir

KR deildarmeistarar – Haukar hólpnir

 

Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. KR sigraði Snæfell í Stykkishólmi, Grindavík sigraði Tindastól í Síkinu, Haukar sigruðu Stjörnuna í Garðabæ og Þór sigraði Skallagrím í Borgarnesi. Nokkur tíðindi sem fylgja þessum úrslitum. KR þá búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, á meðan að Haukar tryggðu sæti sitt í deildinni á næsta ári á kostnað Skallagríms.

 

Í fyrstu deild kvenna sigraði Þór Fjölni og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn þetta árið.

 

Í fyrstu deild karla sigraði Valur topplið Hattar. Það kemur þó ekki að sök fyrir Hött, því þeir höfðu fyrir helgina tryggt sér deildarmeistaratitilinn og beina ferð aftur upp í Dominos deildina á næsta ári.

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild karla

Staðan í 1. deild kvenna

 

 

Úrslit dagsins

 

Dominos deild karla:

Tindastóll 98 – 101 Grindavík 

Stjarnan 78 – 87 Haukar 

Snæfell 67 – 87 KR 

Skallagrímur 86 – 95 Þór

 

1. deild kvenna:

Fjölnir 66 – 96 Þór Akureyri 

Myndasafn

 

1. deild karla:

Valur 118 – 84 Höttur

Myndasafn

 

 

Mynd / Frá því að KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn 2015

Fréttir
- Auglýsing -