17:59
{mosimage}
Bikarfárið heldur áfram hjá Vesturbæjarkonum því í dag varð KR bikarmeistari í unglingaflokki kvenna eftir mikinn spennu- og baráttusigur á Haukum, 61-57. Vesturbæingar reyndust sterkari á lokasprettinum þar sem vel hitnaði undir Margréti Köru Sturludóttur sem réttilega var valin besti maður leiksins með 31 stig, 11 stolna bolta, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 varin skot. Hjá silfurliði Hauka var Ragna Margrét Brynjarsdóttir valin besti leikmaðurinn með 16 stig, 16 fráköst og 10 varin skot.
Margrét Kara lét vel að sér kveða strax í upphafi leiks og stal boltanum af Haukum í fyrstu þremur sóknum Hafnfirðinga. Vesturbæingar voru líflegri í upphafi leiks með grimmri vörn og leiddu 16-8 eftir fyrsta leikhluta þar sem Brynhildur Jónsdóttir setti m.a. tvo stóra þrista fyrir KR.
Hart var barist allan leikinn en vörn KR var Haukum ofviða sem fóru ansi illa með boltann í leiknum og töpuðu honum 29 sinnum en KR tapaði boltanum 27 sinnum svo óhætt er að segja að nokkur taugatitringur og grimmar varnir hafi sett mark sitt á leikinn. KR breytti stöðunni snögglega í 29-18 með tveimur þristum frá Margréti Köru og leiddu röndóttar 33-20 í leikhléi eftir að Kara hafði stolið enn einum boltanum og grýtt honum svo fram á Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur sem lokaði fyrri hálfleik með sniðskoti um leið og flautan gall.
{mosimage}
Allt annað var að sjá til Hafnfirðinga í síðari hálfleik þar sem Guðbjörg Sverrisdóttir var að finna taktinn í þriðja leikhluta. Haukar náðu á aðeins fimm mínútum að jafna metin í 35-35 og höfðu þá gert 15 stig gegn aðeins 2 frá KR. Vesturbæingar áttu þó síðasta orðið í þriðja leikhluta þegar Margrét Kara setti þrist og 40 sekúndur eftir og KR leiddu 40-38 fyrir lokasprettinn.
Guðbjörg og Ragna Margrét Brynjarsdóttir héldu lífi í Haukum en Margrét Kara var allt í öllu í liði KR og var endaspretturinn æsispennandi. Kara kom KR í 49-48 með þriggja stiga körfu en Haukar gáfu hvergi eftir og héldu í við KR. Þegar skammt var til leiksloka náðu KR-ingar sóknarfrákasti og juku muninn í 56-52 og við það virtist allur vindur úr Haukum og KR sigldi í átt að sigri 61-57.
[email protected] og [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}