spot_img
HomeFréttirKR bikarmeistari í unglingaflokki kvenna

KR bikarmeistari í unglingaflokki kvenna

18:11
{mosimage}

(Bikarmeistarar KR í unglingaflokki kvenna 2008) 

KR er bikarmeistari í unglingaflokki kvenna 2008 eftir sterkan 82-71 sigur á Grindavík í Iðu á Selfossi. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í leiknum framan af en lentu í villuvandræðum. KR hélt sjó allan leikinn og á lokasprettinum voru þær grimmari og sigldu fram úr Grindvíkingum sem telfdu í dag nánast fram sama liðið og lá gegn Haukum í stúlknaflokki í gær svo gular hafa mátt sætta sig við tvö bikarsilfur í röð. 

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin maður leiksins úr röðum KR með 13 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar en Guðrún Gróa fékk það erfiða hlutverk að hafa gætur á helstu sóknarmönnum Grindavíkur og stóð sig þar með mikilli prýði. Hjá Grindavík var Alma Rut Garðarsdóttir valin besti maður leiksins með 19 stig, 7 fráköst, 6 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 3 varin skot.  

Grindvíkingar komust í 9-21 í fyrsta leikhluta en KR gerði síðustu átta stig leikhlutans sem lauk í stöðunni 17-21 fyrir Grindavík. Gular beittu KR pressu og unnu þar marga góða bolta en Grindvíkingar voru rétt eins og í gær fáliðaðar og þeirra helsti styrkleiki varð að þeirra helsta veikleika. Grimm vörnin kostaði Grindvíkinga fjölda af villum sem hafði áhrif síðar í leiknum. 

Grindvíkingar hittu vel úr skotum sínum framan af leik en KR voru ívið sterkari í teignum með Sigrúnu Ámundadóttur í broddi fylkingar. Staðan í hálfleik var 34-39 Grindavík í vil og hér var það hugðarefni manna hvort Grindavík gæti haldið út leikinn pressu sinni og farið varlega með villur sínar.  

Páll Axel Vilbergsson var ekki sáttur við sínar stúlkur í gulu í þriðja leikhluta en KR var þá mun grimmari í fráköstum á báðum endum vallarins og fengu oft 2-3 sjénsa í sókninni. Alma Rut Garðarsdóttir kom Grindavík í 45-51 með þriggja stiga körfu en skömmu síðar fékk Íris Sverrisdóttir sína fimmtu villu hjá gulum og varð frá að víkja. Enn leiddu þó Grindvíkingar og nú með tveimur stigum, 54-56, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.  

Sigrún Ámundadóttir jafnaði metin fyrir KR snemma í fjórða leikhluta í 58-58 og skiptust liðin á forskotinu uns staðan var 68-68. Skömmu áður fór Ingibjörg Jakobsdóttir af velli með sína fimmtu villu hjá Grindavík og gular verulega vængbrotnar í sókninni. Það nýttu KR-ingar sér til hins ítrasta og Brynhildur Jónsdóttir setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur en hún hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í dag og var sjóðandi heit.

KR reyndust mun sterkari á lokasprettinum og höfðu að lokum 82-71 sigur í leiknum en Vesturbæingar voru þolinmóðir í dag og brutu ísinn á hárréttum tíma eftir að hafa verið skrefinu á eftir Grindavík lungann úr leiknum.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Leikur FSu og KR í unglingaflokki karla er nú við það að hefjast og verður hann í beinni netútsendingu á KR TV á heimasíðu KR á www.kr.is/karfa

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -