18:10
{mosimage}
(Bikarmeistarar KR í drengjaflokki 2008)
KR eru bikarmeistarar í drengjaflokki eftir dramatískan sigur á Breiðablik í úrslitaleik liðanna á Selfossi. Þegar tvær sekúndur voru til leiksloka gat Rúnar Ingi Erlingsson jafnað metin í 84-84 þar sem brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Rúnar fór á línuna og hitti úr fyrstu tveimur vítunum en það þriðja geigaði og sigur KR var í höfn eftir magnaðan leik. Lokatölur leiksins voru 85-83 KR í vil.
Leikurinn í dag var í járnum frá upphafi til enda og óhætt að segja að hann hafi verið hjartastyrkjandi fyrir áhorfendur. KR byrjaði vel og komst í 7-4 en Blikar gerðu þá 10 stig í röð og breyttu stöðunni í 7-14 og fyrsta leikhluta lauk svo 20-22 fyrir Breiðablik.
Hart var barist í leiknum og ávallt mjótt á munum en Blikar voru heldur líflegri í öðrum leikhluta en með fínum endaspretti hafði KR yfir í hálfleik 40-38. Liðin skiptust á forystunni en Rúnar Ingi Erlingsson jafnaði metin í 49-49 er hann gerði fimm stig í röð fyrir Blika. KR hafði þó yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta 57-55.
Spennan var gríðarleg í fjórða leikhluta og máttu KR-ingar sjá á eftir tveimur sterkum leikmönnum á bekkinn með fimm villur. Snorri Páll Sigurðsson gerði vel að koma KR í 82-79 er hann skoraði með gegnumbroti þegar 42 sekúndur voru til leiksloka. Blikar minnkuðu muninn en KR komst í 84-81 þegar Blikar héldu til sóknar. Rúnar Ingi Erlingsson fékk boltann og hugðist skjóta þriggja stiga skoti þegar brotið var á honum og tvær sekúndur til leiksloka. Rúnar Ingi hélt á línuna og gat jafnað metin með því að skora úr vítunum þremur en hann hitti aðeins úr tveimur fyrstu vítunum og KR náði frákastinu og Blikar brutu um leið. Leikurinn rann út í sandinn og KR-ingar fögnuðu gríðarlega þessum mikla baráttusigri sínum í frábærum bikarleik.
Lokatölur 85-83 eins og áður segir fyrir KR en það voru Snorri Páll og Rúnar Ingi sem valdir voru menn leiksins. Rúnar Ingi Erlingsson var maður leiksins í liði Blika með 15 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar en Snorri Páll Sigurðsson gerði 13 stig fyrir KR og gaf 11 stoðsendingar. Stigahæstur í liði KR var Pétur Þór Jakobsson með 20 stig en hann hitti úr sex þriggja stiga skotum í sex tilraunum og var funheitur.
{mosimage}
(Rúnar Ingi Erlingsson)
{mosimage}
(Snorri Páll í baráttunni gegn Blikum)
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



