spot_img
HomeFréttirKR bikarmeistarar í 11. flokki karla

KR bikarmeistarar í 11. flokki karla

15:51 

{mosimage}

KR voru rétt í þessu að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í 11. flokki karla eftir 88-64 sigur á Fjölni í DHL-Höllinni þar sem bikarúrslit yngri flokka fara nú fram. Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum í hálfleik en KR-ingar reyndust mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og höfðu að lokum öruggan sigur.  

KR og Fjölnir hafa um árabil verið sterkustu liðin í þessum 1990 árgangi. Fjölnir og KR hafa mæst nokkrum sinnum í vetur og aðeins einu sinni hefur Fjölnir haft sigur í rimmum liðanna. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -