KR hefur samið við Inja Butina fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.
Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Inju Butina um að leika með meistaraflokki kvenna á komandi leiktíð. Inja er frá Króatíu en hefur leikið á Spáni, Þýskalandi og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Inja er fædd í Króatíu árið 1995, er 175 cm og spilar stöðu leikstjórnanda, en hún er frá Króatíu og hefur leikið á Spáni, Þýskalandi og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún hóf ferilinn 16 ára gömul með ZKK Croatia 2006 Zagreb í efstu deild í Króatíu. Eftir fjögur tímabil í heimalandinu hélt hún til Bandaríkjanna, lék með Hutchinson Community College í tvö ár og svo tvö tímabil með Seton Hall University í NCAA-deildinni. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Inja leikið á Spáni í þrjú tímabil og í Þýskalandi eitt tímabil.
Auk þess hefur Inja leikið með yngri landsliðum Króatíu sem og A-landsliði þeirra.
Hörður Unnsteinsson, þjálfari mfl. kvenna:
“Inja er reynslumikill leikmaður sem kemur til með að hjálpa okkar unga hóp mikið. Hún hefur átt frábæran feril í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Spáni en langaði mikið að koma til Íslands í vetur og þegar við heyrðum af því þá stukkum við á tækifærið. Hún hefur komið frábærlega inn á æfingar síðustu vikuna og gæði hennar sem körfuboltakonu fara ekkert á milli mála.”