Nú er ljóst að KR b og Stjarnan b munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í b-deild karla 2011. KR-ingar lögðu Grindavík b í undanúrslitum og hafa sett inn frétt frá leiknum á heimasíðu félagsins þar sem Birgir Mikaelsson er m.a. rómaður fyrir sitt framlag í leiknum.
Meðfylgjandi mynd er tekin úr safni þeirra KR-inga þar sem Birgir er í loftköstum hér í eina tíð.