spot_img
HomeFréttirKR b Íslandsmeistari í 7. flokki karla

KR b Íslandsmeistari í 7. flokki karla

Strákarnir í 7. flokki karla hjá KR-b urðu um síðustu helgi Íslandsmeistarar 2012. Leikið var í DHL-höllinni í Vesturbænum á þessu lokamóti tímabilsins.
Í lokaleik mótsins áttust við KR-a og KR-b og fór svo á endanum að KR-b sigraði og urðu meistarar en Keflavík varð í öðru sæti á mótinu.
 
KR-a hefði orðið meistari með sigri og þá hefði KR-b orðið í öðru sæti á Íslandsmótinu þannig að framtíðin er björt hjá þessum efnilegu KR-ingum sem sjást hér saman á myndinni að ofan.
 
Til hamingju KR!
 
Frétt og mynd/ www.kki.is
  
Fréttir
- Auglýsing -