spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKR aftur á sigurbraut eftir öruggan sigur gegn Snæfell

KR aftur á sigurbraut eftir öruggan sigur gegn Snæfell

KR lagði Snæfell á Meistaravöllum í kvöld í 7. umferð fyrstu deildar karla. Eftir leikinn er KR við topp deildarinnar með sex sigra og eitt tap á meðan að Snæfell er á hinum enda töflunnar með einn sigur og sex töp.

Fyrir leik

Nokkur skörð virtust í hóp KR í kvöld þar sem tvo byrjunaliðsleikmenn vantaði í Adama Darboe, Lars Erik Bragasyni og Veigari Áka Hlynssyni. Samkvæmt þjálfara liðsins mun þó ekki vera um alvarleg meiðsl að ræða hjá neinum þeirra og býst hann við þeim aftur í hóp KR innan skamms.

KR hafði farið nokkuð vel af stað á þessu tímabili, unnið fimm leiki og tapað aðeins einum það sem af var á meðan að Snæfell var í neðsta sæti töflunnar með einn sigur og fimm tapaða leiki.

Gangur leiks

Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á forystunni í nokkur skipti í fyrsta fjórðungnum. KR fyrrstu mínúturnar skrefinu á undan áður en Snæfell nær forystunni, en undir lok þess fyrsta setur Alexander Knudsen KR einu yfir með laglegum flautuþrist, 23-22. Áfram skiptast liðin á snöggum áhlaupum undir lok fyrri hálfleiksins, þar sem það eru gestirnir sem leiða með minnsta mun mögulegum þegar liðin halda til búningshebergja í hálfleik, 51-51.

Stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleik var Dani Koljanin með 12 stig á meðan að Jaden King var kominn með 17 stig fyrir Snæfell.

KR nær góðum tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins með 18-4 áhlaupi á fyrstu fimm mínútum þriðja fjórðungs, 69-55. Þá forystu ná þeir svo aðeins að bæta við undir lok fjórðungsins og eru þægilegum 17 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 77-60. Fjrórði leikurinn virtist nokkuð einfaldur fyrir heimamenn, sem sigla að lokum mjög svo öruggum 25 stiga sigur í höfn, 106-81.

Atkvæðamestir

Bestir í liði KR í kvöld voru Dani Koljanin með 21 stig, 10 fráköst og Troy Cracknell með 26 stig. Fyrir Snæfell var Jaeden King atkvæðamestur með 23 stig, 8 fráköst og Pavle Kraljic bætti við 10 stigum og 8 fráköstum.

Hvað svo?

KR bíður heldur betur verkefnið komandi föstudag 24. nóvember, en þá mæta þeir toppliði deildarinnar Fjölni í Dalhúsum. Sama dag mun Snæfell fá Selfoss í heimsókn.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit kvöldsins

Fréttir
- Auglýsing -