spot_img
HomeFréttirKR á toppinn eftir sigur á bikarmeisturunum

KR á toppinn eftir sigur á bikarmeisturunum

06:00 

{mosimage}

 

KR-ingar sigruðu spræka ÍR-inga 89-81, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 44-42 KR-ingum í vil.  Tyson Patterson var stigahæstur með 25 stig og 6 stoðsendingar.

KR-ingar sigruðu ÍR-inga í hörkuleik þar sem að KR-ingar leiddu í byrjun.  KR-ingar komust í 4-0 en Nate skoraði tvær þriggjastigakörfur í röð og ÍR komust yfir 4-6.  Jafnræði var á meðal liðanna og komust KR-ingar yfir á síðustu mínútum leikhlutans og leiddu 20-17 eftir hann.

Í öðrum leikhluta komust KR-ingar yfir úr stöðunni 25-22 í 44-34, þar sem Tyson, Pálmi og Darri voru atkvæðamiklir.  ÍR-ingar svöruðu þessu áhlaupi KR-inga með 0-8 og staðan í hálfleik 44-42.

Þriðji leikhluti var jafn framanaf og í stöðunni 51-48 komust ÍR-ingar yfir 51-58 þar sem KR-ingar misstu boltann hvað eftir annað og ÍR-ingar hittu úr langskotum. Mestur varð munurinn 55-64 og 60-69.  Pálmi kom þá inná og Edo spilaði frábæra vörn, Pálmi skoraði úr tveimur vítaskotum og bætti við stökkskoti, staðan 64-69.  KR-ingar léku góða vörn og Pálmi náði varnarfrákastinu þegar að 2 sekúndur voru eftir.  Hann sendi boltann upp allann völlin á Tyson sem skaut strax og skoraði stóran þrist, staðan eftir þrjá leikhluta 67-69.

Í fjórða leikhluta var jafnt 71-71 og nánast á öllum tölum þangað til í stöðunni 77-77 þegar að Keith Vassell hitti úr stökkskoti. Tyson hitti úr stökkskoti og kom KR í 79-77 og Darri skoraði síðan og kom KR í 81-77.  Sveinbjörn Claessen besti maður ÍR-inga í leiknum minnkaði muninn í 81-79.  Keith Vassell klikkaði svo á skoti og fannst vera brotið á sér þegar að Sola var skot hans og Eiríkur braut af sér undir körfu KR, Tyson fékk tvö skot.  Keith Vassell sem hafði fengið tvær aðvaranir frá dómurum leiksins fékk tæknivíti og KR-ingar fengu því fjögur skot og boltann að auki.  Tyson og Sola settu öll vítin niður og Tyson tók alltof erfitt skot enKR-ingar léku góða vörn sem skilaði sér í því að þeir brutu á Sola sem fékk tvö skot. Sola skoraði úr báðum vítaskotunum og KR yfir 87-79.  Eiríkur skoraði úr sniðskoti og Darri svaraði síðan strax á lokasekúndu leiksins og KR-ingar sigruðu 89-81.  

Frétt og myndir af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -