Fjórði undanúrslitaleikur KR og Snæfells í Stykkishólmi. Staðan í einvíginu er 2-1 Snæfell í vil þar sem allir sigrar í einvíginu hafa komið á útivelli til þessa. Karfan.is fylgist með gangi mála og uppfærir stöðuna reglulega.
4. leikhluti
Lokatölur í Stykkishólmi voru 72-76 KR í vil sem léku fantagóða vörn í fjórða leikhluta og höfðu að lokum mikilvægan sigur. Oddaleikur á fimmtudag er staðreynd. Morgan Lewis fór mikinn í liði KR með 31 stig og 10 fráköst en atkvæðamestur í liði heimamanna var Hlynur Bæringsson með 20 stig og 6 fráköst. Hólmarar leiddu lungann úr leiknum en á lokasprettinum sigu KR-ingar framúr og það helst með góðum varnarleik. Það er því enn ekki kominn heimasigu í einvíginu en bæði lið hafa unnið alla sína leiki á útivelli.
3. leikhluti
Snæfell leiðir 55-51 að loknum þriðja leikhluta. Heimamenn hafa frumkvæðið í leiknum en KR-ingar eru aldrei langt undan. Hlynur Bæringsson hefur látið vel til sín taka það sem af er síðari hálfleik og er kominn með 15 stig en Morgan Lewis er með 19 stig hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum eru í nokkrum villuvandræðum og þá sér í lagi með stóru mennina þá Fannar Ólafsson (3 villur) og Finn Atla Magnússon (4 villur). Spennandi lokasprettur framundan þar sem það ræðst hvort Snæfell fari í úrslit eða hvort KR nái að knýja fram oddaleik.
1.leikhluti
KR leiðir 12-16 að loknum fyrsta leikhluta en það tók heimamenn í Snæfell um fimm mínútur að skora sín fyrstu stig í leiknum. Morgan Lewis er heitur og kominn með 10 stig hjá KR en þeir Sean Burton og Sigurður Þorvaldsson eru báðir með 6 stig í liði Snæfells.
Snæfell leiðir 55-51 að loknum þriðja leikhluta. Heimamenn hafa frumkvæðið í leiknum en KR-ingar eru aldrei langt undan. Hlynur Bæringsson hefur látið vel til sín taka það sem af er síðari hálfleik og er kominn með 15 stig en Morgan Lewis er með 19 stig hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum eru í nokkrum villuvandræðum og þá sér í lagi með stóru mennina þá Fannar Ólafsson (3 villur) og Finn Atla Magnússon (4 villur). Spennandi lokasprettur framundan þar sem það ræðst hvort Snæfell fari í úrslit eða hvort KR nái að knýja fram oddaleik.
2. leikhluti
1.leikhluti
KR leiðir 12-16 að loknum fyrsta leikhluta en það tók heimamenn í Snæfell um fimm mínútur að skora sín fyrstu stig í leiknum. Morgan Lewis er heitur og kominn með 10 stig hjá KR en þeir Sean Burton og Sigurður Þorvaldsson eru báðir með 6 stig í liði Snæfells.
Byrjunarliðin:
Snæfell: Sean Burton, Emil Þór Jóhannsson, Sigurður Á. Þorvaldsson, Jón Ólafur Jónsson og Hlynur Bæringsson.
KR: Pavel Ermolinskij, Morgan Lewis, Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Fannar Ólafsson.
Dómarar leiksins: Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson.
Fyrir leik:
Andri Friðriksson hitar upp mannskapinn í Fjárhúsinu með frumsömdum og staðfærðum söngvum og stuðningsmenn Hólmara eru með líflegasta móti. Þá hafa heimamenn tekið sér það bessaleyfi að íslenska nokkrar línur úr danska stuðningssöngnum fræga, Vi er rode, vi er hvide og fylgir sú útgáfa með hér að neðan sem Hólmarar ætla að kyrja í stúkunni í kvöld.
Vi er rode vi er hvide í Snæfellsútgáfu:
Við erum rauðir, við erum hvítir.
Stöndum sterkir hlið við hlið
Við erum rauðir, við erum hvítir.
Hið eina sanna Snæfellslið.
Við erum rauðir, við erum hvítir.
Stöndum sterkir hlið við hlið
Við erum rauðir, við erum hvítir.
Grjótharða landsbyggðarstórveldið
Lag: Vi er röde, vi er hvide.
Ljósmynd/ Fannar Ólafsson í samskiptum við stúkuna.
[email protected]



