spot_img
HomeFréttirKötturinn og músin í Keflavík (umfjöllun)

Kötturinn og músin í Keflavík (umfjöllun)


Ingibjörg Elva átti ágætis leik líkt og allt lið Keflavíkur í kvöld
Eins og máltækið segir þá var það leikur kattarins og músinni þegar að Keflavíkurstúlkur tóku á móti Fjölni í úrvalsdeild kvenna í kvöld í Toyotahöllinni. Keflavík sýndi gestum sína litla gestrisni í kvöld þegar þær gjörsigruðu stöllur sínar með 99 stigum gegn 50. Leikurinn var einstefna frá fyrstu mínútu og áttu gestirnir aldrei séns í lið Keflavíkur.

 

Fjölnis stúlkur hófu hinsvegar leikinn á því að skora fyrstu stig kvöldsins en eftir það allt á niðurleið og Keflavíkur stúlkur gengu á lagið.  Hörð pressuvörn skilaði þeim hvað eftir annað auðveldar körfur og á tímabili komust gestirnir varla yfir miðju. 53-15 var staðan í hálfleik og í raun var leiknum þar lokið.

Seinni hálfleikur var líkt og sá fyrri nema hvað að Keflavík virtist slaka aðeins á klónni þannig að Fjölnisstúlkur skoruðu 35 stig miðað við þau 15 sem þær skoruðu í fyrri hálfleik. Keflavík gat leyft sér að spila á þeim ungu leikmönnum sem minni spilatíma fá að venju og má þess geta að allir 12 leikmenn Keflvíkinga skoruðu stig í þessum leik.

Stigahæst heimamanna var dugnaðarforkurinn, Pálína Gunnlaugsdóttir með 23 stig ásamt því að hirða 10 fráköst, næst henna var Birna Valgarðsdóttir með 18 stig. Fátt var um fína drætti hjá Fjölni en þeirra best var Birna Eiríksdóttir með 14 stig.

Sjá tölfræði leiksins hér.

 

Fréttir
- Auglýsing -