18:33
{mosimage}
(Kotila)
Geoff Kotila var að vonum kátur eftir frækinn sigur Snæfellinga gegn Njarðvíkingum í gær þegar Snæfell sló Njarðvík út úr Lýsingarbikarnum í Ljónagryfjunni. Piltarnir hans Kotila komu grimmir til leiks og léku vörn sem Njarðvíkingar áttu engin svör við.
,,Við vorum tilbúnir í báráttuna og höfum verið í þessum sporum áður að vera svo nærri því að komast í úrslitaleikinn. Í leiknum í gær var það sama uppi á teningnum en í þetta skipti tókst okkur ætlunarverkið,” sagði Kotila en Snæfell hafði ekki unnið bikarleik á Suðurnesjum í fimm ár fyrir leik gærkdagsins.
,,Vörnin okkar hefur verið vandamál á þessari leiktíð og okkur hefur ekki tekist að ná upp stöðugleika í vörninni okkar. Þó er ég stoltur af baráttunni og framlagi minna manna gegn Njarðvík og ég er virkilega spenntur fyrir því að leika til bikarúrslita,” sagði Kotila.
Mynd: Úr safni



