spot_img
HomeFréttirKotila: Frábært fyrir Stykkishólm

Kotila: Frábært fyrir Stykkishólm

19:15
{mosimage}

 

(Kotila fékk flugferð í Höllinni) 

 

Bandaríski þjálfarinn Geoff Kotila var kampakátur í leikslok þegar hans menn í Snæfell lyftu Lýsingarbikartitlinum á loft. Kotila sem um árið vann fjóra bikarmeistaratitla í röð í Danmörku virðist kunna vel við sig í bikarkeppnum.

 

,,Í dag fæ ég meira út úr því að sjá fólk vinna bikarinn sem hefur ekki unnið slíkan titil áður. Sigurinn er frábær fyrir Stykkishólm og það gleður mig innilega,” sagði Kotila glaður í bragði.

 

,,Þriðji leikhluti var frábær, körfu fyrir körfu, og sóknarleikurinn okkar í dag var góður en varnarleikurinn ekki jafn góður. Hann var samt nægilega góður hjá okkur til þess að vinna leikinn og það er það sem telur þegar þú færð bara eitt tækifæri,” sagði Kotila í leikslok í samtali við Karfan.is.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -