spot_img
HomeFréttirKöstuðu frá sér 20 stiga forystu en unnu leikinn samt

Köstuðu frá sér 20 stiga forystu en unnu leikinn samt

Undir 18 ára stúlknalið Íslands sigraði Eistland með 2 stigum, 68-66. Leikurinn sá fjórði sem liðið leikur á Norðurlandamótinu í Kisakallio, en áður höfðu þær unnið einn, en tapað tveimur.

Gangur leiks

Íslensku stelpurnar byrjuðu leik dagsins frábærlega. Byggja hægt og bítandi upp 9 stiga forystu í fyrsta leikhlutanum, sem endar 22-13. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þær svo bara enn í og fara með þægilega 18 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 42-24.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu Eistar áhlaup að forystu Íslands. Tókst ágætlega til, munurinn þó enn 12 stig fyrir lokaleikhlutann, 58-46. Í fjórða leikhlutanum hélt áhlaup Eistlands svo áfram. Í tvígang á lokamínútunum náðu þær að minnka mun Íslands niður í eitt stig. Allt kom þó fyrir ekki. Stór karfa frá Ástu Júlíu Grímsdóttur og svo alveg í lokin stolinn bolti og víti frá Önnu Ingunni Svansdóttur voru það sem innsiglaði 68-66 sigur Íslands.

Hetjan

Ásta Júlía Grímsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag, skilaði 18 stigum, 11 fráköstum og 2 vörðum skotum á rúmum 32 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -