spot_img
HomeFréttirKorter í leik: Nokkuð um meiðsli hjá Völsurum

Korter í leik: Nokkuð um meiðsli hjá Völsurum

Nú er korter í leik og eru þrír leikir á dagskránni í Domino´s deild karla. Karfan.is færir ykkur helstu tíðindin af leikmannahópum liðanna fyrir slagi kvöldsins.
 

Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
 
Njarðvík – KR
KFÍ – Haukar
Þór Þorlákshöfn – Valur
 
Njarðvík: Allir með sagði Einar Árni þjálfari nema Ragnar Helgi sem er meiddur.
 
KR: Allir með í hópi KR kvað Finnur Freyr þjálfari röndóttra.
 
Haukar: Haukar mæta fullmannaðir á Ísafjörð skv. Ívari Ásgrímssyni þjálfara Hauka.
 
KFÍ: Birgir Örn staðfesti að allir yrðu með í sínum röðum í kvöld sem þýðir að Ísfirðingar hafa endurheimt Mirko sem sat af sér síðasta leik gegn Grindavík vegna meiðsla.
 
Þór Þorlákshöfn: Baldur Þór og Mike Cook taka út leikbann. Benedikt þjálfari Þórs tjáði Karfan.is að Þorsteinn Már Ragnarsson væri meiddur en í ljósi aðstæðna myndi hann prófa að vera með í kvöld.
 
Valur: Gunnlaugur Elsuson, Benedikt Skúlason, Þorgrímur Björnsson og Kristinn Ólafsson allir meiddir. Hlynur Víkingsson verður ekki með í kvöld sökum veikinda og þá er óvíst hvort Guðni Heiðar Valentínusson verði með einnig vegna veikinda skv. Ágústi Björgvinssyni þjálfara Vals.
 
Staðan í deildinni
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 16/1 32
2. KR 15/1 30
3. Grindavík 13/5 26
4. Njarðvík 11/5 22
5. Haukar 8/8 16
6. Þór Þ. 8/8 16
7. Stjarnan 7/10 14
8. Snæfell 7/10 14
9. ÍR 6/11 12
10. Skallagrímur 4/13 8
11. KFÍ 4/13 8
12. Valur 1/15 2
  
Mynd/ Mirko snýr aftur í hópinn hjá KFÍ í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -