spot_img
HomeFréttirKorter í leik: Arnar Freyr ekki með í Þorlákshöfn

Korter í leik: Arnar Freyr ekki með í Þorlákshöfn

Nú eru sléttar 15 mínútur þangað til fjórir leikir rúlla af stað í Domino´s deild karla. Við færum ykkur helstu tíðindin af liðunum svona korter í leik.
 
 
Domino´s deild karla:
 
18:00 Valur – ÍR
19:15 Þór Þorlákshöfn – Keflavík
19:15 Grindavík – Snæfell
19:15 KR – KFÍ
  
Valur – Ágúst: „Í kvöld eru flestir heilir þó mikið hafi verið um meiðsl hjá okkur. Gulli er að koma inn í hóp í fyrsta skipti síðan í nóvember. Þá eru Raggi og Guðni einnig að koma aftur inn eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla.“
 
ÍR – Örvar: „Allir með hjá ÍR þrátt fyrir hnjask hér og þar.“
 
Grindavík-Sverrir Þór: „Allir með í kvöld hjá Grindavík.“
 
Snæfell – Ingi Þór: „Stefán Karel og Nonni Mæju æfðu ekkert í gær með Snæfell og eitthvað er af hnjaski á fleiri leikmönnum. Við sjáum hvað göngin gera fyrir menn á leiðinni suður. Vonandi verður Pálmi Freyr búinn að ná sér af veikindum sem hann hefur átt við síðustu vikuna.“
 
KFÍ-Birgir Örn: Fullt lið hjá KFÍ.
 
KR-Finnur Freyr: „Helgi Magnússon verður ekki með vegna meiðsla og Demond Watt leikur sinn fyrsta leik fyrir KR.“
 
Keflavík – Gunnar Stefáns: „Arnar Freyr Jónsson verður ekki með í kvöld sökum vinnuferðar erlendis.“
 
Þór Þorlákshöfn:
  
Fréttir
- Auglýsing -