spot_img
HomeFréttirKörfurnar leynast víða vol. 5

Körfurnar leynast víða vol. 5

 Áfram höldum við með innsendar myndir af körfum landsins og þessa hérna fyrir ofan tók okkar eigin Símon B. Hjaltalín þegar hann var að vinna í Grundarfirði á dögunum. Líklegt þykir að Hlynur Bæringsson hafi æft fótaburðinn á þessum slóðum en hann er ættaður úr Grundafirði.
 
Hér fyrir neðan má svo sjá körfur sem stóðu fyrir utan Engidalsskóla í Hafnarfirði og er líklegt að einhverjir leikmenn Hauka í seinni tíð hafi látið ófá skotin rigna á þessar. Þær hafa hins vegar þurft að víkja fyrir afmörkuðu leiksvæði og standa því ekki lengur á þessum reiti.

Fréttir
- Auglýsing -