spot_img
HomeFréttirKörfuknattleiksfólk ársins hjá Haukum

Körfuknattleiksfólk ársins hjá Haukum

10:41

{mosimage}
(Kristrún Sigurjónsdóttir og Marel Guðlaugsson)

Haukar útnefndu körfuknattleiksfólk sitt fyrir árið 2007 í gærkvöldi. Í jólaveislu félagsins voru þau Marel Guðlaugsson og Kristrún Sigurjónsdóttir útnefnd körfuknattleikmaður og kona ársins.

Kristrún Sigurjónsdóttir varð fyrirliði Hauka fyrir þetta tímabil og hefur axlað meiri ábyrgð eftir brotthvarf margra sterkra leikmanna úr liði Íslandsmeistaranna. Er hún efst í næstum öllum tölfræðiliðum hjá Haukum meðal íslenskra leikmanna.

Marel Guðlaugsson setti met í efstu deild karla í vetur þegar hann lék klauf 400 leikja múrinn og alls lék hann 412 leiki í úrvalsdeild karla. Marel leikur með liði Hauka sem er í 1. deild karla og er hann stigahæstur allra íslenskra leikmanna í 1. deildinni með 18,4 stig og 9 fráköst í leik.

[email protected]

Mynd: www.haukar-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -