spot_img
HomeFréttirKörfuknattleiksfélag FSu leitar að þjálfara í fullt starf

Körfuknattleiksfélag FSu leitar að þjálfara í fullt starf

Nú hefur verið mynduð ný stjórn hjá FSu, nokkuð margar breytingar eru á stjórninni en stjórnin er vel mönnuð af kappsömu fólki. FSu hefur alltaf verið stolt af sínu starfi og ekki síst Körfuknattleiksakademíunni.
Hér hafa margir áhugasamir og kappsfullir iðkendur körfubolta fengið tækifæri til að iðka íþrótt sína við kjöraðstæður og fengið frábæra þjálfun. Stjórninn ætlar að tryggja að svo verði áfram og mun allt kapp verða lagt á að bæta í og gera betur.
 
Kjartan Atli Kjartansson aðalþjálfari félagsins hefur nú söðlað um og farið aftur til síns gamla félags. Stjórn FSu vill þakka Kjartani Atla kærlega fyrir frábært starf fyrir félagið á nýloknu tímabili og óskar honum velgengi hjá Stjörnunni.
 
FSu leitar nú að aðalþjálfara við FSu sem stjórnar og stýrir allri þjálfun og kennslu við akademíuna, ásamt því að vera aðalþjálfari meistraflokks, unglingaflokks, drengjaflokks og 11.flokks. Í starfinu felst líka að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Þetta er fullt starf sem körfuknattleiksþjálfari. Stjórn FSu leitar að einstakling með ástríðu fyrir körfuknattleik og metnað sem tilbúinn er að taka þátt í því metnaðarfulla og háleita starfi sem unnið er hjá FSu.
 
Meginmarkmið FSu er skýrt,, Að búa til félag sem vinnur að þvi að skapa sem allra bestu aðstæður fyrir alla körfuboltaiðkendur ekki síst yngri iðkendur upp að 20 ára aldri, þar sem þeir geta æft og stundað þessa frábæru íþrótt.
 
Körfuboltakveðja
Viðír Óskarsson
formaður FSu
 
  
Fréttir
- Auglýsing -