Fyrir viðureign Tindastóls og Þórs frá Akureyri í 1. deild karla fyrr á þessu tímabili var körfuknattleiks Tindastóls afhent viðurkenning sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Það var Viðar Sigurjónsson starfsmaður Fræðslusviðs ÍSÍ sem heiðraði deildina með undirrituðu skjali sem staðfesti að öllum skilyrðum væri uppfyllt til að öðlast þennan heiður.
Unglingadeildin hafði áður fengið þessa viðurkenningu en nú er það öll deildin sem hana hlýtur. Það voru þau Stefán Jónsson formaður, Hafdís Einarsdóttir og Eiríkur Loftsson sem tóku við viðurkenningunni ásamt fríðum hópi barna sem eflaust eiga eftir að gera garðinn frægan á körfuboltavöllum landsins í framtíðinni.
Myndatexti: Fyrir aftan káta körfuboltakrakka eru þau Hafdís Einarsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Eiríkur Loftsson og Stefán Jónsson sem heldur á viðurkenningunni frá ÍSÍ. Mynd: Páll Friðriksson.



