spot_img
HomeFréttirKörfuknattleiksdeild Tindastóls auglýsir stöður lærlingsþjálfara

Körfuknattleiksdeild Tindastóls auglýsir stöður lærlingsþjálfara

 
Unglingaráð KKD Tindastóls í samvinnu við yfirþjálfarann Borce Ilievski, hefur áhuga á að setja upp sérstakt þjálfaraprógramm fyrir körfuboltaþjálfara, sem byggist á lærlingsstöðum til að byrja með, en gæti svo leitt til framtíðarþjálfarastarfa. www.tindastoll.is greinir frá.
Verkefnið gengur út á það að þeir sem hafa áhuga á, geta ráðið sig í sérstakar lærlingsstöður hjá körfuknattleiksdeildinni. Um er að ræða ólaunaðar stöður, en viðkomandi fá þjálfarabol, spjald og flautu og allt það sem tilheyrir þjálfarastarfinu auk þess sem útlagður kostnaður verður greiddur, falli hann til t.d. í kring um keppnisferðir.
 
Þessir lærlingar verða hengdir á reynslumeiri þjálfara körfuknattleiksdeildar, þar sem þeir fá leiðsögn í körfuknattleiksþjálfun og taka þátt í því starfi sem er hjá viðkomandi liði. Lærlingarnir taka þátt í þjálfarafundum körfuknattleiksdeildar og njóta þar leiðsagnar yfirþjálfara eins og aðrir þjálfarar deildarinnar.
 
Áhugasamir geta haft samband við Karl Jónsson, í síma 844 2461, eða á netfanginu [email protected] sem allra fyrst.
 
Leitað er til eldri iðkenda körfuknattleiksdeildar, foreldra, eða bara til allra þeirra sem áhuga hafa á að hjálpa til á þennan hátt og læra í leiðinni um starf körfuknattleiksþjálfara.
 
Fréttir
- Auglýsing -