spot_img
HomeFréttirKörfuboltinn fékk samtals 4,4 milljónir í úthlutun ÍSÍ

Körfuboltinn fékk samtals 4,4 milljónir í úthlutun ÍSÍ

16:15
{mosimage}

(Frá blaðamannafundi ÍSÍ í dag) 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) úthlutaði í dag 60 milljónum króna úr Afrekssjóði, úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna og úr sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Mesta úthlutunin var úr Afrekssjóði eða alls 42 milljónir króna. Körfuknattleikssamband Íslands fékk úthlutað 3 milljónum króna til handa verkefnum A-landsliða karla og kvenna úr Afrekssjóði.  

Liðurinn ,,landsliðsverkfeni” á vegum KKÍ fékk 400.000,- krónur en úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna fengu eftirtaldir aðilar styrk: 

U-91 árgangur karla: 200.000,- kr
U-92 árgangur drengja: 500.000,- kr 
Baldur Þórir Ragnarsson, 100.000,- kr
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, 100.000,- kr
Ægir Þór Steinarsson, 100.000,- kr 

Alls fékk KKÍ því úthlutað 4,4 milljónum en Handknattleikssamband Íslands fékk hæstu samanlögðu úthlutunina í ár eða samtals 10.950.000,- kr.  

[email protected]

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -