spot_img
HomeFréttirKörfubolti í Hvíta húsinu

Körfubolti í Hvíta húsinu

20:17

{mosimage}

Forsetaefni Demókrata, Barack Obama, hefur þegar lofað upp í ermina nái hann kjöri sem næsti forseti landsins en loforðið varðar að skipta út keilusal sem núverandi forseti lét setja upp í Hvíta húsinu og setja upp körfuboltasal í staðinn.

Þetta lét forsetaframbjóðandinn eftir sér hafa fyrir úrslitaleik Lakers og Celtics í NBA deildinni en þar hélt karlinn ræðu. Obama er forfallinn körfuboltaaðdáandi og Chicago Bulls hans lið.

www.mbl.is

Mynd: Reuters

Fréttir
- Auglýsing -