spot_img
HomeFréttirKörfuboltaskóli Þórs um helgina

Körfuboltaskóli Þórs um helgina

7:13

{mosimage}

Körfuboltaskóli Þórs verður haldinn helgina 5.-6. apríl í Síðuskóla.  Skólinn er ætlaður öllum krökkum á aldrinum 9 til 15 ára (4.-10. bekk), sem hafa áhuga á að prófa skemmtilega íþrótt. Ekkert þátttökugjald.

 

Að skólanum loknum er öllum frjálst að mæta á æfingar til prufu ókeypis í eina viku ef vilji er fyrir hendi og hvetjum við alla til þess.  Tekið skal fram að það er ekki skilyrði að hafa mætt í skólann til þess að fá að prófa. Æfingatöfluna má nálgast á heimasíðu Þórs á Akureyri (www.thorsport.is).

www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -