Landsliðfyrirliðinn Hlynur Bæringsson mun frá 9-12 í allt sumar standa fyrir körfuboltaskóla í Ásgarði fyrir grunnskólakrakka fædda 2006 og yngri. Ásamt Hlyni munu átta aðstoðarþjálfarar úr Stjörnunni stýra æfingunum. Hver vika kostar 6500 kr. en frekari upplýsingar um skráningu er að finna hér.