NBA körfuboltamyndir virðast vera að eiga einhverskonar endurnýjun lífdaga þessi misserin hér á landi. Margir muna eftir því að hafa á tíunda áratug síðustu aldar safnað Jordan myndum, eða öðrum sjaldgæfum myndum s.s. nýliðamyndum af Shaquille O´ Neal eða Kobe Bryant. Nú hinsvegar eru myndirnar áritaðar, með hluta búnings eða af Karl Anthony-Towns sem sóst er eftir.
Fyrir tilstilli NBA mynda var nú síðasta vetur bæði hægt að fá margar mismunandi gerðir af myndum sem og taka þátt í breikum, en það er þegar þú skráir þig til leiks, það er dregið lið fyrir þig og nokkrir kassar svo opnaðir í beinni útsendingu á netinu (þar sem þú færð allar myndir þíns liðs)
Öflugt samfélag hefur einnig orðið til á netinu í kringum áhugamálið þar sem að safnarar selja, bítta og skiptast á sögum um körfuboltamyndir.
Hérna eru NBA myndir sölusíðan.
Hérna er NBA körfuboltamyndir hópurinn.
NBA myndir var einmitt að kynna það á dögunum að nú væri mögulegt að forpanta Panini Hoops myndir næsta tímabils.