spot_img
HomeFréttirKörfuboltamót innflytjenda

Körfuboltamót innflytjenda

 
 
17. apríl næstkomandi ætlar íþróttafélagið „Stál úlfur“ að halda fyrsta götuboltamót innflytjenda á Íslandi. Mótið fer fram í Kórnum í Kópavogi, hefst kl. 12 og stendur fram til kl. 18. Þátttökugjaldið 4.000 ISK. á lið. Mótið er fyrir 15 ára og eldri. Allir af erlendu bergi brotnir, sem eru ekki atvinnmenn eða úrvalsdeildarleikmenn mega taka þátt.
Spilað verður 3-á-3 upp í 15 stig eða 10 min. í hverjum leik og eru tvö og eitt stig fyrir körfu.Varnarlið fær boltann eftir skoraða körfu. Verði staðan jöfn, tekur hvort lið 3 vítaskot. Hvert liði á að skipa 3 – 4 leikmönnum en þrír leika inná í einu og einn varamaður sem má skipta inná hvenær sem er. Skráningu þarf að senda á netfangið [email protected]  
Þar þarf að koma fram heiti liðs og nafn og símanúmer tengiliða.
 
Fréttir
- Auglýsing -