spot_img
HomeFréttirKörfuboltamót í Reykjanesbæ

Körfuboltamót í Reykjanesbæ

16:21

{mosimage}
(Leikið verður á heimavelli Íslandsmeistaranna)

Tvö æfingamót fara fram í Reykjanesbæ um helgina í tengslum við hátíðina Ljósanótt. Í Toyota-Höllinni verður fjögurra liða mót í karlaflokki og svo verður hraðmót í meistaraflokki kvenna sem fer fram í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði.

Mótið í Keflavík hefst fimmtudaginn 4. september en ásamt gestgjöfunum í Keflavík verða einnig Njarðvík, KR og Grindavík í mótinu. Opnunarleikur mótsins er viðureign KR og Grindavíkur sem hefst kl. 18:00. Leikið verður um sæti á föstudeginum.

Hægt er að sjá dagskrá mótsins hér.

Aðgangur að mótinu er ókeypis og í boði Reykjanesbæjar.

Keppt á Vallarheiði
Á föstudag hefst hraðmót sem kvennaráð Kkd. UMFN og Góður Kostur ehf. standa fyrir og fer það fram dagana 5.-6.september. Leikið verður í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði og hefst mótið kl. 17:00 á föstudeginum með leik Grindavíkur og Keflavíkur. Einnig eru í mótinu gestgjafarnir í Njarðvík ásamt Haukum, Fjölni, Val og KR.

Hægt er að sjá dagskrá mótsins hér og það kostar ekkert inná mótið.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -