spot_img
HomeFréttirKörfuboltamenn í sjónvarpi

Körfuboltamenn í sjónvarpi

20:17

{mosimage}

Sjónvarpið fór nýlega af stað með nýjan íþróttaþátt, Sportið heitir hann og er á dagskrá á mánudögum. Þar er farið vítt og breitt um heim íþróttanna og m.a. sýnt úr leikjum í Iceland Express deildunum. Einnig hafa þeir heimsótt körfuknattleiksmenn utanvallar og spjallað við þá.

 

Í þættinum í gær heimsóttu þeir þá Justin Shouse og Anders Katholm sem leika með Snæfell og eru báðir kennarar í grunnskólanum í Stykkishólmi. Fyrir viku fóru þeir Sjónvarpsmenn svo með Val Ingimundarsyni á völlinn en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem hann fer á leik án þess að vera leikmaður eða þjálfari.

Þættina má finna á heimasíðu RÚV.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -