Körfuboltakvöld er nýhafið á Stöð 2 Sport en Kjartan Atli Kjartansson þáttarstjórnandi opnaði þáttinn á því að segja að kvennalið Hauka væri búið að segja upp hinni bandarísku Chelsie Schweers.
Sagði Kjartan að skv. heimildum þáttarins hafi Schweers verið sagt upp en fyrr í dag voru kynntar einnig breytingar á þjálfarateymi liðsins þar sem Andri Þór Kristinsson sé farinn á braut frá liðinu og Henning Henningsskon kominn inn í þjálfarahópinn.
*Uppfært: Kjartan Freyr Ásmundsson formaður KKD Hauka hefur staðfest það við Karfan.is að Schweers hafi verið sagt upp og sé á förum frá félaginu.
**Uppfært: Þá var eftirfarandi að berast sem tilkynning frá Haukum:
Körfuknattleiksdeild Hauka og Chelsie Alexa Schweers hafa komist að samkomulagi um að rifta leikmannasamningi milli félagsins og leikmannsins og að Chelsie muni hætta að spila með Haukum.
Körfuknattleiksdeild Hauka.
Tengt efni: Henning Freyr Henningsson til Hauka
Mynd úr safni/ Bára Dröfn – Schweers í leik með Haukum gegn Stjörnunni en ef þessar heimildir Körfuboltakvölds eru réttar þá hefur Schweers verið látin fara frá bæði Stjörnunni og Haukum á tímabilinu.



