spot_img
HomeFréttirKörfuboltakvöld: Oddur á leið í Njarðvík?

Körfuboltakvöld: Oddur á leið í Njarðvík?

Á föstudögum eru Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport. Í þætti kvöldsins var gerður rómur að því af stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni, að Oddur Kristjánsson leikmaður ÍR væri á leið í herbúðir Njarðvíkinga.

Sagði Kjartan í þættinum að Körfuboltakvöld gæfu ekki upp heimildarmenn sína en að þetta væri svokallað „orðið á götunni.“ 

Þá hafa þeir bræður Oddur og Björn, leikmaður KR, báðir verið orðaðir við Njarðvíkinga en Björn var orðaður við þá grænu fyrr á leiktíðinni en ekkert varð af þeim vistaskiptum. 

Fréttir
- Auglýsing -