spot_img
HomeFréttirKörfuboltakamp Jamil Abiad á Akureyri helgina 8.-9. júní

Körfuboltakamp Jamil Abiad á Akureyri helgina 8.-9. júní

Körfuboltaþjálfarinn Jamil Abiad  verður með körfuboltakamp í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 8. og 9. júní (ath. breytt dagssetning v/oddaleiks Vals og Grindavíkur)

Jamil Abiad er þrautþreyndur þjálfari eða “personal basketball trainer” eins og hann kallar sig. Jamil hefur haft það af atvinnu að þjálfa atvinnumenn í körfubolta. Jamil hefur sett mikinn svip á íslensku úrvalsdeildina í ár, en hann hefur hjálpað landsliðsmönnunum Kristófer Acox og Kristni Pálssyni að ná nýjum hæðum með leik sínum í vetur.

Æft verður tvisvar á dag laugardag og sunnudag í tveimur hópum. Búðirnir eru fyrir körfuboltakrakka á aldrinum 8 – 17 ára.

Skráning á kampinn og meiri upplýsingar má finna hér

Meiri upplýsingar um Jamil má finna hér og á Instagram hér.

Fréttir
- Auglýsing -