spot_img
HomeFréttirKörfuboltafólk sem hleypur Reykjavíkurmaraþon

Körfuboltafólk sem hleypur Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram um næstu helgi á Menningarnótt í um Reykjavík. Þátttakendur hlaupa heilt, hálft eða 10 km fyrir góð málefni. 

 

Körfuboltamenn, dómarar og aðrir í kringum körfuboltann á Íslandi taka að sjálfsögðu þátt í ár fyrir hin ýmsu málefni. Fljótasti Íslendingurinn í maraþoninu í fyrra var Arnar Pétursson sem lék með Breiðablik í nokkur ár en hann er talin sigurstranglegur í ár einnig. 

 

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þór Þ hefur safnað mestum pening af körfuknattleiksmönnum enn sem komið er en hann hefur safnað þegar þetta er skrifað 183.000 kr fyrir Gleym-mér-ey styrktarfélag. Það eru ekki bara einstaklingar sem tengjast körfuboltanum en fjórtán hlauparar hlaupa fyrir Minningarsjóð Ölla. 

 

Þúsundur hlaupara eru skráðir í maraþonið og því listinn hér að neðan ekki tæmandi. Ábendingar um einstaklinga eða hópa sem vantar á listann hér að neðan mega berast á [email protected]

 

Listi yfir körfuboltafólk sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu:

 

Jóhannes Páll Friðriksson FIBA dómari hleypur 10 km fyrir Samtök um endómetríósu

Svanhvít Ósk Snorradóttir leikmaður Keflavíkur hleypur 10 km fyrir SOS Barnaþorpin

Eva María Lúðvíksdóttir leikmaður Keflavíkur hleypur 10 km fyrir Minningarsjóð Ölla

Kristín Fjóla Reynisdóttir leikmaður Stjörnunnar hleypur 10 km fyrir Hugrún geðfræðslufélag

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þór Þ hleypur 21 km fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag

Matthías Orri Sigurðarson leikmaður ÍR hleypur 21 km fyrir Styrktarsjóður Herdísar Maríu

Kristján E Möller fyrrum dómari hleypur 10 km fyrir Minningarsjóð Ölla

 

Minningarsjóður Ölla

 

Fréttir
- Auglýsing -