Í dag á milli 13:00 og 17:00 gefst gestum Smáralindarinnar tækifæri á því að spreyta sig í körfubolta. Búið er að setja upp körfur og merktan körfuboltavöll í Vetrargarðinum.
Dagskráin stendur yfir frá 13:00 – 17:00.
M.a. sem verður boðið upp á:
13:00 – Skotleikir og þrautir
14:00 – Íslandsmót í Fingraspuna.
Þar gefst áhugasömum tækifæri á því að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar með því að verða fyrsti Íslandsmeistarinn í þessari listgrein. Það er öllum frjálst að taka þátt og það er leyfilegt að koma með sinn eigin bolta.
Nánar um Körfuboltadaginn á www.kki.is



