spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðum KR slegið á frest

Körfuboltabúðum KR slegið á frest

Körfuboltabúðum KR sem áttu að vera dagana 15.-19. ágúst hefur verið slegið á frest af ófyrirsjáanlegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum búðanna.
Í tilkynningunni segir:
 
Körfuknattleiksdeild KR sér sig tilneydda til að tilkynna að ekki er mögulegt að keyra fyrirhugaðar æfingabúðir af stað í dag eins og fyrirhugað var af ófyrirsjáanlegum ástæðum. Ætlunin var að keyra á metnaðarfullar, stórar búðir og vorum við tilbúin að raska ansi miklu í starfinu hvað varðar tíma í húsinu og mannskap til þjálfunar til að láta þannig búðir verða að veruleika. Því miður virðist ekki grundvöllur til að láta þetta verða að veruleika á þessum tímapunkti en blásið verður til leiks síðar svo um munar þegar betur hentar.
Fréttir
- Auglýsing -