spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir Tindastóls haldnar 9.-13. ágúst - Sara Rún bætist í þjálfarahópinn

Körfuboltabúðir Tindastóls haldnar 9.-13. ágúst – Sara Rún bætist í þjálfarahópinn

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar vikuna 9.-13.ágúst. Markmið körfuboltabúða Tindastóls er að gefa körfuboltakrökkum, allstaðar af á landinu, skemmtilega upplifun og tækifæri til að vinna í sínum styrkleikum og veikleikum innan og utan vallar undir handleiðslu metnaðarfullra þjálfara við topp aðstæður. Í búðirnar koma þjálfarar úr öllum áttum sem hafa reynslu sem leikmenn og eða af þjálfun á afrekssviði. Það er von okkar að iðkendur muni læra mikið af þeim.

Búðirnar eru fyrir börn fædd á árunum 2005-2009. Dagskráin þessa viku verður metnaðarfull og vinnur skipulagsstjórn nú hörðum höndum í að gera dagskránna fjölbreytta, skemmtilega og að iðkendur fái tækifæri til að bæta sig sem mest og fái grunn til að byggja ofan á til framtíðar. Þið viljið ekki missa af þessu fjöri! Takið vikuna 9.-13.ágúst frá, þú getur skráð þig og fengið nánari upplýsingar hér.

Meðal þjálfara á búðunum í ár verða Bjarki Ármann Oddsson, Helgi Freyr Margeirsson, Árni Eggert Harðarson og Chris Caird svo einhverjir séu nefndir. Í dag var svo tilkynnt að körfuknattleikskona ársins 2020 hefði bæst við þjálfarateymið. Þátttökugjald er 60 þúsund krónur. Innifalið er því er allt fæði og gistin en gist verður á Hótel Miklagarði.

Skráning fer fram hér.

Fréttir
- Auglýsing -