spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir Stjörnunnar og SUPERHOOPS

Körfuboltabúðir Stjörnunnar og SUPERHOOPS

19:29

{mosimage}

Þann 4.-8. júní n.k. verða SUPERHOOPS körfuboltabúðirnar haldnar öðru sinni í Ásgarði, Garðabæ.

Búðirnar eru samstarfsverkefni barna og unglingaráðs Kkd Stjörnunnar og SUPERHOOPS búðanna frá Kanada og eru fyrir stráka og stelpur sem fædd eru á bilinu ´90-´98. Gjaldið er 6.500 kr og veittur er 1.500 kr systkinaafsláttur.

Farið er í gegnum alla leyndardóma körfuboltans í vörn og sókn undir leiðsögn færustu þjálfara. SUPERHOOPS búðirnar hafa verið starfræktar í Kanada í nokkur ár og er stjórnandi þeirra vestur-íslendingurinn Ryan Leier og með honum koma 3 atvinnuþjálfarar frá Kanada. Búðirnar eru aldursskiptar sem auðveldar að sníða æfingarnar að þörfum hvers aldurshóps. Lögð er áhersla á að ekki séu fleiri en 40 krakkar í hverjum hóp til að allir fái nægilega leiðsögn og athygli.

Nú þegar hefur þurft að loka fyrir skráningu í tvo yngri hópana og komust færri að en vildu en ennþá eru nokkur pláss laus í elsta hópnum.

Áhugasamir geta skráð sig og fengið nánari upplýsingar á [email protected] eða í síma 845 7538. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla sem hafa metnað til að bæta sig í öllum þáttum körfuboltans undir leiðsögn atvinnumanna í faginu.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -