Dagana 28. júní – 2. júlí standa yfir körfuboltabúðir KR og Subway. Búðirnar eru fyrir stráka og stelpur á aldrinum 11-18 ára. Alla næstu viku munu búðirnar hefjast kl. 17:00 en DHL-Höllin verður opnuð kl. 16:00.
Meðal þjálfara eru Finnur Stefánsson, Hrafn Kristjánsson og margir fleiri auk þess sem góðir gestir á borð við Jakob Örn Sigurðarson leikmann Sundsvall Dragons í Svíþjóð munu líta við.
Skráning í búðirnar fer fram á [email protected] en frekari upplýsingar veitir Finnur Stefánsson í síma 822-1441.



