spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir KR og Brynjars í vetrarfríi grunnskólanna

Körfuboltabúðir KR og Brynjars í vetrarfríi grunnskólanna

Brynjar Þór Björnsson margfaldur Íslandsmeistari með KR og fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins verður með körfuboltabúðir í vetrarfríi grunnskóla Reykjavíkurborgar. Skotbúðirnar hefjast fimmtudaginn 24. október og standa yfir í þrjá daga (24., 25. og 28. október nk.). Búðirnar eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9 – 16 ára og er markmið búðanna að fara yfir grunnatriði körfuboltans.

Búðirnar eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-16 ára og er markmið búðanna að fara yfir grunnatriði körfuboltans. Æfingatímarnir eru frá 9-12 og búðirnar fara fram í DHL-hllinni.

Brynjar Þór hefur verið að bjóða upp á körfuboltabúðir í DHL-höllinni, á Sauðárkróki og um allt land síðustu ár. Hafa móttökurnar verið frábærar og er greinilegt að ungir jafnt sem aldnir eru ólmir í að komast í körfubolta.

Verðið er 10.000 kr fyrir allt námskeiðið og skráning fer fram á [email protected].

Allar frekari upplýsingar um tímasetningu, verð og skráningu er að finna hér fyrir neðan og á facebook.

Fréttir
- Auglýsing -