spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir KFÍ: Gengur eins og í sögu

Körfuboltabúðir KFÍ: Gengur eins og í sögu

15:02
{mosimage}

(Sprækir þjálfarar í körfuboltabúðum KFÍ)

Þessa dagana standa yfir körfuboltabúðir KFÍ á Ísafirði og segir Helgi Kr. Sigmundsson búðirnar ganga eins og í sögu. Á heimasíðu KFÍ gefur að líta fjölda frétta frá búðunum þar sem hressilega er tekið á því á tveimur æfingum á dag!

,,Þetta gengur allt eins og í sögu hérna á Ísafirði.  Æfingar ganga vel og allir þreyttir að loknum löngum degi við æfingar.  Þjálfarar eru þeir Borce Ilievski, Momir Tasic og Nebosja Vidic.  Momir og Nebosja koma frá Serbíu en Borce er auðvitað aðalþjálfari KFÍ s.l. 3 ár.  Þeir eru ánægðir með allar aðstæður og krakkana.  Þeim líst svo vel á að þeir telja mikla framtíð fyrir búðir af þessu tagi á Ísafirði.  Sögðu í lauslegri þýðingu: "Þið getið gert þetta að bestu körfuboltabúðum í þessum heimshluta!" hvorki meira né minna!  Við munum reyna að standa undir þeirri spá eftir bestu getu.  Eggert Maríuson og Sigurður Þorsteinsson hafa einnig aðstoðað við æfingarnar og framlag þeirra auðvitað frábær viðbót,“ sagði Helgi í samtali við Karfan.is.

,,Æfingum er aðallega varið í að fínpússa ákveðna grunnþætti í körfubolta og herkænsku á vellinum. Þjálfarnir leggja mikla áherslu á fótaburðinn og sendingatækni.  Segja má að serbneski skólinn í körfubolta sé lentur á Ísafirði og standi íslenskum körfuboltakrökkum til boða.  Það er auðvitað mjög gott fyrir þau að vera útsett fyrir nýjum þjálfurum og áherslum.  Á kvöldin að loknum tveimur æfingum yfir daginn er dagskrá þar sem spilað er 5 á 5 eða farið í ýmsa skotleiki og aðrar keppnir sem eru hluti af búðunum,“ sagði Helgi en næsta laugardagskvöld verður svo blásið til veglegs lokahófs með grillveislu og öllu tilheyrandi við íþróttahúsið.

,,Á eftir verður svo kvöldvaka þar sem væntanlega verður farið í fleiri körfuboltaleiki eins og t.d. "risa-stinger". Einnig fá allir viðurkenningarskjöl og margvísleg verðlaun verða veitt fyrir árangur í keppnum vikunnar,“ sagði Helgi en fyrir fréttaþyrsta er ráðlagt að kíkja á www.kfi.is til að fylgjast frekar með gangi mála á Ísafirði.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -