spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir KFÍ 2011 - Skráning hafin

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 – Skráning hafin

Talsvert af fyrirspurnum um skráningar hafa borist undanfarna daga í Körfuboltabúðir KFÍ 2011. Ísfirðingar greina því með ánægju frá því að skráning í æfingabúðirnar hefst frá og með deginum í dag. Verð er óbreytt frá því í fyrra og er það ekki síðra ánægjuefni. www.kfi.is greinir frá.
Körfuboltabúðirnar sem hafa frá upphafi verið í náinni samvinnu við framkvæmdastjórn KKÍ, standa yfir í sjö daga. Þær hefjast sunnudaginn 5. júní og lýkur að kvöldi laugardagsins 11. júní með lokahófi og verðlaunaafhendingu. Verð fyrir þjálfun, gistingu og fullt fæði er 45000 samtals.
 
Annars kostar gisting í 7 nætur 15000 og fullt fæði 12000.
Öll verð eru sem sagt algjörlega óbreytt frá því í fyrra og er það okkur sérstakt ánægjuefni.
 
Tekið er á móti skráningum á netfangið: [email protected] eða í síma 896 5111.
 
Taka verður fram:
Nafn iðkenda
kennitölu
Forráðamaður, netfang og símanúmer
Félag (æskilegt en ekki krafist)
Hvað iðkandinn á að skrást í, það er: gisting/fæði/búðir
Einnig hvort iðkandi hafi sérþarfir (lyfjataka eða ofnæmi t.d.).
 
 
Fréttir
- Auglýsing -