spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir FSu með Árna Ragnarssyni og Vésteini Sveinssyni

Körfuboltabúðir FSu með Árna Ragnarssyni og Vésteini Sveinssyni

 
Tveggja viknakörfuboltabúðir undir handleiðslu Árna Ragnarssonar leikmanns University of Alabama Huntsville, fyrrum leikmanns meistaraflokks FSu og fyrrum yngri flokka þjálfara FSu og Vésteins Sveinssonar leikmanns Ashford University, fyrrum leikmanns meistaraflokks FSu og fyrrum yngri flokka þjálfara FSu. Búðirnar verða 8.-12. ágúst og 15.-19. ágúst en með þeim verður Daníel Kolbeinsson leikmaður FSu og yngri flokka þjálfari hjá félaginu.
8. – 12. Ágúst (Árni, Vésteinn og Daníel)
6-10 ára frá klukkan 9:00-12:00.
10-16 ára frá klukkan 13:00-17:00.
 
15. – 19. Ágúst (Daníel Kolbeinsson og aðstoðarmenn)
Allir aldursflokkar saman frá klukkan 10:00-12:00.
 
Árni Ragnarsson (Alabama Huntsvile) og Vésteinn Sveinsson (Ashford University) stjórna fyrstu vikunni en halda svo aftur út til Bandaríkjanna. Búðirnar halda svo áfram 15. – 19. ágúst undir stjórn Daníels Kolbeinssonar þar sem allir aldurshópar munu æfa saman frá klukkan 10:00-12:00.
 
Markmið námskeiðsins er að það sé uppbyggjandi fyrir börnin og að það efli sjálfstraust þeirra fyrir komandi áskoranir í lífinu. Hvort sem þær áskoranir verða á sviði körfubolta, skóla, félagslega eða einhvers annars.
 
Á búðunum verður spilaður mikill körfubolti. Krökkunum verða kenndar góðar og skemmtilegar bandarískar æfingar sem Árni og Vésteinn hafa verið að gera hjá háskólaþjálfurum sínum í Bandaríkjunum auk atvinnumanna sem þeir hafa æft með þar. Á búðunum verður einnig mikið af skemmtilegum körfubolta tengdum leikjum sem hæfa hverjum aldurshópi fyrir sig. Auk þess verða allskyns skemmtilegar körfubolta keppnir.
 
Á búðunum verða einnig fyrirlestrar um:
– Samvinnu íþrótta og skóla.
– Sannan liðsfélaga og sanna liðsheild.
– Að vera leiðtogi, bæði innan og utan vallar.
– Einelti.
– Að láta drauma sína verða að veruleika.
– Hugarfar til þess að ná lengra.
(Ath. Fyrirlestrarnir munu verða aldurstengdir – yngri hópur fær bæði einfaldari fyrirlestra og í einfaldara formi)
 
Auk þess verða:
* Sýnd myndbrot af frábærum körfuboltamönnum.
* Gert grein fyrir hvað þarf til þess að komast á skólastyrk í háskóla í Bandaríkjunum (Hvort sem það sé á námsstyrk eða íþróttastyrk)
* Gert grein fyrir háskólalífinu, sýnt myndir og leikbrot frá Árna, Vésteini og öðrum háskólaliðum
 
Að lokum verður svo spilaður endalaus körfubolti þar sem bæði jákvæðni og leikgleði verða höfð í fyrirrúmi.
 
Athygli er vakin á því að það eru ALLIR velkomnir á körfuboltanámskeið FSu. Byrjendur og lengra komnir. Stelpur og strákar. Hvort sem það eru börn frá Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjavík eða öðrum svæðum.
 
Verð fyrir búðirnar eru 10.000 kr.
 
Skráning er á [email protected]  
Upplýsingar fást í síma 848-8655 (Vésteinn) eða 690-2056 (Árni Ragnarsson).

Myndir/ Á þeirri efri er Vésteinn Sveinsson en Árni Ragnarsson á þeirri neðri.

Fréttir
- Auglýsing -