Dagana 29. og 30. mars næstkomandi ætlar körfuknattleiksdeild Skallagríms að halda körfuboltabúðir (námskeið) fyrir börn á grunnskólaaldri í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Námskeiðið verður tvískipt þ.e.a.s. 1.-5. bekkur verður mánudaginn 29.mars og 6.-10. Bekkur þriðjudaginn 30.mars en búðirnar munu ganga undir nafninu Orkuveitubúðir 2010.
Þjálfarar í búðunum verða:
Finnur Jónsson þjálfari meistaraflokks kvenna Skallagrím
Konrad Tota þjálfari og leikmaður meistaraflokks karla Skallagrím
Íris Gunnarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna Skallagrím
Silver Laku leikmaður meistaraflokks karla Skallagrím
Gunnhildur Lind Hansdóttir leikmaður meistarlokks kvenna Skallagrím
Ljósmynd/ Konrad Tota leikmaður Skallagríms verður á meðal þjálfara í búðunum.



