Skallagrímur mun dagana 29.-30. desember í samstarfi við Arion banka halda körfuboltabúðir fyrir iðkendur á grunnskólaaldri.
Skráning er inni á smáforritinu Sportabler, en meðal gestaþjálfara í búðunum verða Jamal Abiad þjálfari Vals í Bónus deildinni, Bjarni Guðmann Jónsson leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar og fyrrum landsliðskonan Embla Kristínardóttir.



