spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKonrad Tota eftir sigur í Dalhúsum "Vildum spila hratt í dag og...

Konrad Tota eftir sigur í Dalhúsum “Vildum spila hratt í dag og það skilaði sigri.”

Hrunamenn sóttu annan sigur sinn í 1. deild karla í kvöld í Dalhúsum gegn Fjölni, 106-111. Hrunamenn eru, eftir fjórar umferðir, í 6. sæti deildarinnar.

Leikurinn var hnífjafn allan tímann og aldrei meira en 8 stig á milli liðanna. Stigaskor beggja liða var mjög hátt sem skýrist af blöndu af mjög góðri skotnýtingu, hröðu spili og á tímum ekki góðri vörn. Undir lokin náðu Fjölnismenn ekki að skora í nokkrum mikilvægum sóknum og Hrunamenn náðu að innsigla sigur með góðum körfum á lokamínútunum. Þeir kláruðu síðan leikinn á flaututroðslu hjá Ahmad Gilbert (39 stig/17 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir boltar) til að setja punktinn yfir i-ið.

Tölfræði leiksins

Karfan spjallaði við Konrad Tota, þjálfara Hrunamanna, sem var sáttur með sigurinn og frammistöðu sinna manna.

Fréttir
- Auglýsing -