spot_img
HomeFréttirKóngurinn áfram í Þorlákshöfn

Kóngurinn áfram í Þorlákshöfn

Davíð Arnar Ágústsson hefur framlengt samning sínum við Dominos deildar lið Þórs í Þorlákshöfn út næsta tímabil. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Davíð hefur verið lykilleikmaður liðsins á síðustu árum, en á 19 mínútum spiluðum að meðaltali í 21 leik það sem af er tímabili hefur hann skilað 6 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu.

Tilkynning:

Kóngurinn er klár

Davíð Arnar er tilbúinn í komandi átök með meistaraflokki Þórs á næstu leiktíð en hann undirritaði samning þess efnis um helgina en hann er einnig þjálfari hjá yngri flokkum deildarinnar. Davíð er lykilleikmaður Þórs, gefst aldrei upp, bindur oftar en ekki varnarleikinn saman og setur stóra þrista þegar þörf er á. Við hlökkum til að starfa áfram með Davíð.

Fréttir
- Auglýsing -